
Hið andlega og hið veraldlega skortir gagnkvæman skilning
Ekki einu sinni, heldur tvisvar virðist kaþólska kirkjan brjóta gegn sóttvarnarreglum. Patrick Breen, staðgengill biskups, vísaði í stærð kirkjunnar og eigin skoðun að hún væri nógu stór til þess að óhætt væri að fimmtíu manns kæmu saman í stað tíu eins og samkomutakmarkanir gera ráð fyrir.

